Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Ēostre 2024

Ēostre 2024

29.03.2024 20:00
Tryggvagata 22, 101 Reykjavík

Kælan Mikla, virgin orchestra og hin dönsku Torch blása til páskatónleika á föstudeginum langa. Við ætlum að fagna Ēostre, hinni heiðnu gyðju frjósemis og dögunar á þessari hátíð vorjafndægurs. Við ætlum líka að fela egg handa ykkur til að leita að, það verða góðir vinningar.

Kvöldið áður, fimmtudaginn 28. mars klukkan 20 og frameftir ætlum við líka að halda dj-kvöld á Prikinu og spila uppáhalds tónlistina okkar. Þar verður hægt að kaupa miða beint af okkur, eða bara hanga og spjalla og hlusta á góða tónlist.

☽ ◯ ☾ 

virgin orchestra er tveggja ára tilraunakennd síðpönkssveit. Þau gáfu út sína fyrstu plötu ‘fragments’ síðastliðið vor sem var meðal annars valin Plata vikunnar á Rás 2. Undanfarið hafa þau verið að semja nýtt efni og von er á frumflutning á nýjum lögum.

Torch er danskt darkwave-tríó sem samanstendur af Benjamin Lind Holm, Ivik Rosing-Johsen og Josefine Hjulskov Valler. Torch sækir innblástur frá gotnesku síðpönki, melankólísku coldwave og harðneskjulegu EBM. Það má búast við tregafullum lögum í bland við harðar ballöður; að tónlist þeirra sökkvi þér niður í heim draugalegra laglína og hrífandi takta sem veldur dáleiðandi hughrifum við hvern tón.

Kælan Mikla er þrenning sem hefur verið virkur hluti af íslensku tónlistarlífi undanfarinn áratug. Tónlist Kælunnar Miklu stiklar á norrænum þjóðsögum, draumum, martröðum og öllu þar á milli. Hljómi þeirra er lýst jafnt sem drungarlegum og draumkenndum og sækir innblástur úr öllum kimum tónlistar.

Hurðin opnar kl. 20:00 og fyrsta band klukkan kl. 21:00

Miðaverð: kr. 2.500 í forsölu og kr. 3.000 við hurð.