Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Um okkur

Kæri viðburðahaldari:
MidiX ehf sérhæfir sig í miðasölu á viðburði s.s. á tónleika, leiksýningar, námskeið, ráðstefnur, íþróttaviðburði og í raun hvar þar sem þörf er á sölu aðgöngumiða, hvort sem er á netinu og/eða við inngang. 

Gildin okkar eru: Traust, áreiðanleiki og fagleg þjónusta.

MidiX -miðasölukerfið er mjög öflugt miðasölukerfi, þróað í samvinnu við sérhæft hugbúnaðarfyrirtæki í Evrópu.  Kerfið bíður upp á beina miðasölu fyrir staka viðburði og einnig er mögulegt fyrir stærri viðburðahaldara með reglulega miðasölu að leigja MidiX - miðasölukerfið og þjónusta miðakaupendur sjálfir.   

Við hvetjum þig til að hafa samband og sjáum hvort við eigum ekki alveg örugglega samleið.  

Kæri miðakaupandi:
Við gerum okkur grein fyrir því hversu upplifunin af öllu þjónustuferlinu skiptir þig miklu máli, allt frá því að þú tekur ákvörðun um miðakaup og þar til að þú hefur notið viðburðarins. Við leggjum okkur því fram um að flæði, gæði og skilvirkni miðasölu þjónustunnar sé ætíð 100% hvort sem það er við miðakaupin sjálf eða í persónulegri þjónustu MidiX við þig þegar þess gerist þörf.   

Öll almenn þjónusta við miðakaupendur fer fram í gegnum netfangið  info@midix.is og í síma: 567-8004 milli kl. 10:00 til 17:00 virka daga. 
Leitumst við, við að svara öllum tölvupóstum eins fljótt og auðið er.

Við hvetjum þig jafnframt til að skrá netfangið þitt á forsíðunni og fá þannig sendar upplýsingar um nýja viðburði og tilboð.    


Við hlökkum til að vinna með þér við að gera lífið enn skemmtilegra!


Miðasölukerfi Midix.is er starfrækt af:

Midix ehf.
kt. 510220-1370,
Skútuvogur 3,
104 Reykjavík.
Netfang: info@midix.is 
Sími: 567-8004

Endurskoðandi félagsins er: Grant Thornton endurskoðun ehf 
Færsluhirðir félagsins er: Rapyd