Viðskiptaskilmálar
Skilmálar MidiX ehf.
Vinsamlegast gangið vandlega úr skugga um að allar upplýsingar við miðakaup séu réttar, þar á meðal dagsetning, svæði, tími og önnur skilyrði.
- Frestun eða niðurfelling viðburða
Ef viðburður fellur niður eiga eigendur miða rétt á sambærilegum miðum á nýja dagsetningu, fullri endurgreiðslu eða inneign hjá MidiX sem hægt er að nota fyrir aðra viðburði. Inneign miðahafa er sýnileg á vefsvæði miðahafa, sem hann hefur aðgang að með því netfangi sem skráð var við miðakaupin.
Verði breyting á dagsetningu eða tímasetningu viðburðar færast miðar sjálfkrafa á nýjan tíma. Henti ný dag- eða tímasetning ekki, á kaupandi rétt á endurgreiðslu. Í slíkum tilvikum getur MidiX ákveðið sérstök tímamörk þar sem viðskiptavinir geta fallið frá kaupunum. - Aldurstakmarkanir
Aldurstakmark viðburða ræðst af reglum barnaverndarlaga og laga um vínveitingastaði. Börnum yngri en 18 ára er óheimilt að dvelja inni á veitingastað með áfengisleyfi eftir kl. 20:00 og til lokunar nema í fylgd forsjáraðila.
Viðburðahaldari getur sett strangari aldurstakmarkanir og hafa þær forgang umfram skilmála MidiX. - Týndir miðar
Við miðakaup er mikilvægt að skrá rétt netfang og GSM-númer. Miðakaupandi fær miða senda í tölvupósti á það netfang sem skráð var við kaupin, í formi PDF-skjals. Þar getur hann einnig sett miðann í rafveski, prentað hann út eða sýnt hann beint úr síma við innskönnun.
Glatist miði er hægt að senda tölvupóst á info@midix.is með upplýsingum um skráð netfang og/eða GSM-númer. Þá er hægt að endursenda miða til viðkomandi miðahafa. Miðahafar geta einnig ávallt nálgast sína miða á sínum persónulega aðgangi á vefsvæði MidiX. - Tilkynningar frá viðburðahaldara
Með kaupum á miðum hjá MidiX samþykkir þú að fá sendan markpóst af og til, með upplýsingum um komandi viðburði, forsölumöguleika eða mikilvægar tilkynningar um viðburði sem þú hefur keypt miða á. Í öllum slíkum markpóstum er að finna afskráningarhlekk neðst í póstinum, ef þú kýst að afþakka frekari sendingar. - Meðferð persónuupplýsinga
MidiX meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur. - Ábyrgð á persónulegum munum
MidiX og viðburðahaldarar bera enga ábyrgð á persónulegum munum viðburðagesta fyrir, á meðan eða eftir að viðburði lýkur. - Skilafrestur og endurgreiðslur
Þegar þú hefur keypt miða, hefur þú 14 daga frá miðakaupum til þess að falla frá kaupunum og óska eftir endurgreiðslu. Þetta á hins vegar ekki við um beiðnir sem berast þegar minna en 14 dagar eru í viðburð.
MidiX ehf.
Kennitala: 510220-1370
Bankareikn: 0517-26-538
Netfang: info@midix.is
Sími: 567-8004