Sign up

Terms

Welcome back

Close

Reset password

Páskaball með SS Sól á Edinborgarhúsinu

Páskaball með SS Sól á Edinborgarhúsinu

31/03/2024 22:00
Aðalstræti 7, 400 Ísafjörður

Páskaballið á Ísafirði var eitthvað sem maður vildi alls ekki missa af, eitt skemmtilegasta ball ársins og nú ætlum við að rifja upp þessi skemmtilegheit í Edinborgarhúsinu n.k. Páskasunnudag 31. mars.

Gullfoss við bryggjuna, allir á skíðum allan daginn og svo ball um kvöldið, þetta var lífið.

Hljómsveitin SS Sól hefur haldið mörg páskaböllin í gegnum tíðina og bætir núna enn einu við, gömlu leðurbuxurnar dregnar fram og gömlu góðu lögin og allir sexý.

Sérstakur gestur, hin eina sanna Magga Geirs.

Húsið opnar kl 22.00, hljómsveitin byrjar að spila kl 23.00 og ball til 02.00,

Allt eins og það á að vera, hlakka til að sjá ykkur. 

Uppselt í forsölu, allra síðustu miðarnir verða seldir við innganginn. 

30 ára aldurstakmark.