Þorrablót Aftureldingar 2026
ÞORRABLÓT AFTURELDINGAR & ALLRA MOSFELLINGA 2026
Laugardagur 24. janúar 2026
Nú styttist heldur betur í stærstu skemmtun ársins í Mosfellsbæ!
Þorrablót Aftureldingar og allra Mosfellinga fer fram laugardaginn 24. janúar 2026 og verður sannkölluð veisla frá upphafi til enda.
Öddi úr Kókos spilar ljúfa tóna.
Steindi og Auddi stýra veislunni, og halda uppi stuðinu og hljómsveitin Albatross ásamt Elísabetu Ormslev spila fram á nótt.
Hljómsveitin Albatross ásamt Elísabetu Ormslev spila langt fram á nótt og Halldór Gunnar Fjallabróðir leiðir fjöldasöng.
Geiri í Kjötbúðinni sér um glæsilega hlaðborðsveislu og ljósmyndari Mosfellinga mætir á svæðið líkt og undanfarin ár.
Dagskrá kvöldsins
- 18:30 – Húsið opnar
- 19:30 – Húsið lokar
- 23:00 – Opnað fyrir ballgesti
- 02:00 – Blóti lýkur … eftirpartí um allan bæ?
VIP borð – aðeins 10 í boði!
- Innifalið: 10 miðar, 3 léttvínsflöskur og 1 rúta af bjór
- Verð: 250.000 kr.
Heilt langborð
- Hægt verður að kaupa langborð með 10 sætum með einum smelli eða stök sæti.
- Fullkomið fyrir vinahópa, vinnustaði eða fjölskyldur sem vilja sitja saman.
Almenn sæti
- Miðaverð: 16.900 kr.
20 ára aldurstakmark.
Það er ekki seinna vænna en að safna saman á borð, hringja í liðið, hóa saman skemmtilegasta fólkinu þínu og vera tilbúin fyrir partý ársins!