Drag Bröns
Valentínusarbröns með drottningunum í Silfurtunglinu 💖
Hæ elskurnar!
Við drottningarnar erum byrjaðar að túpera kollurnar og getum varla beðið eftir að taka á móti ykkur á Valentínusardaginn í Silfurtunglinu, Austurbæjarbíó.
Ástin verður í forgrunni og að vanda verður fullt af atriðum, glamúr og gleði.
Takið með ykkur vini, vinkonur, elskhuga, exið, crushið eða your special one – eða komið bara með sjálfsástina í handfarangrinum og ausið ást á allt og alla!
Við erum enn að sníða matseðilinn (og birtum hann hér um leið og hann er tilbúinn), en í boði verður að velja á milli vegan og ekki-vegan bröns.
Upplýsingar um viðburðinn
🕛 Húsið opnar: kl. 12:00
🎭 Showtime: kl. 13:00
⏱️ Lengd: Um 2 klst. af drag-dýrð, með hléi til að anda, skála og dást
🌍 Brönsinn fer fram á ensku
♿ Hjólastólaaðgengi er í húsinu
🔞 Aldurstakmark: 18 ára
🎟️ Tryggið ykkur miða í tæka tíð!
Þetta verður ástarbomban sem þið viljið ekki missa af! 💥💘