Stútungur 2026
Heimsins besta þorrablót nálgast – Stútungur 2026!
Stútungur 2026 verður haldinn laugardaginn 14. febrúar 2026 í Íþróttahúsinu á Flateyri.
Húsið opnar kl. 19:15 og borðhald hefst kl. 20:00.
Í ár koma gestir með sín eigin matartrog.
Hægt verður að koma með trogin og leggja á frátekin borð milli kl. 15:00–16:00.
Hringlótt borð eru seld í heilu lagi.
Hvert borð inniheldur 10 aðgöngumiða, og fær kaupandi alla miðana skráða á sitt nafn. Hann getur síðan áframsent staka miða til þeirra sem eiga að sitja með honum, þannig að allt skipulag verður einfaldara og allir hópar sitja saman.
Að vanda verður glæsileg skemmtidagskrá og að borðhaldi loknu tekur við kraftmikil tónlist – stórhljómsveitin Færibandið tryggir stuð og stemningu langt fram á nótt!
Ekki láta þig vanta – þetta verður kvöld sem enginn vill missa af!
Aldurstakmark:
• Neðri mörk: 18 ára
• Efri mörk: engin