Persónuverndarstefna MidiX.is
Persónuverndarstefna MidiX
- Almennt
MidiX selur aðgöngumiða á fjölbreytta viðburði. Við leggjum mikla áherslu á öryggi og réttmæta meðferð persónuupplýsinga og vinnum þær í samræmi við gildandi lög og reglur. - Söfnun persónuupplýsinga
MidiX safnar persónuupplýsingum þegar:- þú kaupir miða á viðburði,
- þú hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst,
- þú hringir í þjónustuver okkar,
- eða gefur upp upplýsingar í öðrum samskiptum við MidiX.
Upplýsingar sem safnað er geta meðal annars verið: nafn, netfang, símanúmer, og aðrar upplýsingar tengdar miðakaupum eða þjónustubeiðnum.
- Notkun persónuupplýsinga
MidiX varðveitir og vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlög.
Þetta felur meðal annars í sér að:- vernda upplýsingarnar sem geymdar eru í kerfum okkar,
- veita þér alltaf rétt á að óska eftir upplýsingum um hvaða gögn eru skráð um þig,
- vinna aðeins með þær upplýsingar sem þú gefur upp við notkun þjónustunnar eða í samskiptum við okkur.
Í þessari stefnu er útskýrt hvernig MidiX vinnur persónuupplýsingar þegar þú notar kerfið og þjónustu okkar.
- Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga
MidiX notar persónuupplýsingar til þess að:- uppfylla skuldbindingar gagnvart þér samkvæmt miðakaupum,
- tryggja að þú getir nálgast miðana þína og fengið þá endursenda ef þeir finnast ekki eða týnast,
- vinna og afgreiða greiðslur,
- annast endurgreiðslur þegar það á við,
- bæta kaupferlið og aðra þjónustu,
- viðhalda góðu og skilvirku viðskiptasambandi við þig.
- Aðgangur að persónuupplýsingum
Persónuupplýsingar eru eingöngu aðgengilegar starfsmönnum MidiX sem þurfa á þeim að halda vegna vinnu sinnar. Nema lagaskylda krefjist annars verða upplýsingar ekki afhentar til þriðja aðila.
MidiX selur, miðlar eða birtir aldrei persónuupplýsingar í markaðslegum tilgangi. Allir sem hafa aðgang að gögnunum vinna með þau samkvæmt persónuverndarlögum og GDPR nr. 90/2018. - Geymslutími
Persónuupplýsingar eru geymdar svo lengi sem nauðsynlegt er til að uppfylla þær skyldur sem hvíla á MidiX eða svo lengi sem lög krefjast. - Öryggi
MidiX beitir viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum til að vernda persónuupplýsingar. Ráðstafanirnar taka mið af:- tæknilegum möguleikum á hverjum tíma,
- kostnaði við að innleiða viðeigandi öryggisráðstafanir,
- áhættu sem fylgir vinnslu persónuupplýsinga,
- og viðkvæmni þeirra gagna sem unnið er með.
- Uppfærsla persónuverndarstefnu
MidiX uppfærir persónuverndarstefnuna eftir þörfum. Nýjasta útgáfan er ávallt aðgengileg á vefsvæði MidiX. - Hafa samband
Ef þú hefur spurningar um persónuvernd eða vinnslu persónuupplýsinga hjá MidiX, geturðu haft samband við okkur á: info@midix.is
MidiX ehf.
Kt. 510220-1370
Bankareikn: 0515-26-011370,
Heimili: Skútuvogi 3, 104 Reykjavík
Netfang: info@midix.is
Sími: 567-88048
Persónuverndarstefnan gildir frá 15. nóvember 2025.