Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Fáir miðar eftir
Jólatónleikar Gretu Salóme

Jólatónleikar Gretu Salóme

15.12.2023 20:00
Mosfellsbær, Háholt 2

Greta Salóme mun halda hátíðlega og fjölbreytta jólatónleika í Hlégarði í Mosfellsbæ þann 15.desember ásamt hljómsveit, gestum og barnakór. Tónleikarnir hafa fest sig í sessi sem árlegur viðburður hjá mörgum og er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá ásamt heitu kakói fyrir alla tónleikagesti í hléi.

Sérstakir gestir tónleikanna eru söngvari ársins og leikarinn Björgvin Franz ásamt Júlí Heiðari sem undanfarið hefur stimplað sig rækilega inn á tónlistarsenuna á Íslandi.

Hljómsveit tónleikanna skipa þeir Gunnar Hilmarsson, Óskar Þormarsson og Leifur Gunnarsson. Með Gretu Salóme koma fram söngkonurnar Unnur Birna Björnsdóttir og Lilja Björk Runólfsdóttir. Einnig kemur fram Barnakór Lágafellskirkju undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur.  

Tilvalið tækifæri fyrir alla fjölskylduna til að fara á jólatónleika og fá heitt kakó og jólastemninguna beint í æð.