Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Norðurhjararokk Gaukurinn

Norðurhjararokk Gaukurinn

23.03.2024 20:00
Tryggvagata 22, 101 Reykjavík

Norðurhjararokk hefur verið til síðan 1992 en þá túruð norðlensku böndin Skurk Baphomet og Exit um norðurland og spiluðu í bæjarfélögum ásamt local hljómsveitum.  

Árið 2011 var Norðurhjararokkið endurvakið í samstarfi við Dimension of sound  og Skálmöldar og Skurk spiluðu þar saman á Vitanum sem er Verkstæðið núna og hefur hátíðin verið að sækja í sig veðrið síðustu árin. Síðast var hátíðin haldin í Febrúar 2023 en þá komu Changer Múr og Blóðmör norður til Akureyrar og spiluðu á Verkstæðinu ásamt akureyska bandinu Dream the Name.   

Í ár verður Norðurhjararokkið tónleikatvenna, en Norðurhjarinn ætlar að halda hátíðina á Akureyri og í Reykjavík sömu helgi.

Hljómsveitirnar sem koma fram eru Skurk, Alchemia, Bootlegs og Hælsæri og munu þær troða upp á Gauknum við Tryggvagötu 22 Reykjavík 23. Mars.

Það er öruggt að engum mun leiðast á Norðurhjarokki.

Hús opnar kl. 17:00 Happy hour til kl. 20:00. Tónleikar hefjast kl. 20:00