
Extreme Chill Festival 2025 -Hátíðarpassi
Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 3.–7. september, en þetta er í 16. sinn sem hátíðin er haldin.
Í ár kemur mikill fjöldi listamanna fram á hátíðinni. Þarna koma saman ólíkir listamenn – allt frá tilraunakenndum listamönnum til klassískra – meðal annars:
- Seefeel
- John Maus
- Loscil
- Drew McDowall
- Matt Black (Coldcut / Ninja Tune)
- Roméo Poirier
- Hrafnamynd (Film Screening) + Patricia Wolf
- Antonina Nowacka
- R-O-R (Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson)
- Hekla
- Þóranna Björnsdóttir
- Xiupill
- o.fl.
Staðsetningar
Hátíðin mun eiga sér stað á nokkrum mismunandi stöðum í miðborginni:
- Gamla Bíó
- Iðnó
- Bíó Paradís
- Húrra
- Space Odyssey og fleiri
Um hátíðina
Extreme Chill hátíðin er orðin ein af langlífustu tónlistarhátíðum Íslands og hefur verið haldin óslitið síðustu 15 árin. Hátíðin hefur vakið athygli víða um heim og er í dag mikilvægur hluti af íslenskri tónlistarsenu með sína sérstöðu: áherslu á tilraunakennda tónlist, raf- og sveimtónlist.
Hátíðin og starfið í kringum hana hafa leitt af sér fjölda útgáfa, tónleika, alþjóðlegra ferðalaga og samstarfa við bæði erlenda og íslenska tónlistarmenn. Einnig hafa ógleymanlegar uppsetningar átt sér stað bæði hérlendis og erlendis sem eru bein afleiðing hátíðarinnar.
Miðasala
Hátíðarpassinn kostar aðeins 19.900 kr. og gildir á alla fimm dagana.