HALLOWEEN HORROR SHOW – KRAKKASÝNING
Hallowen Horror Show - krakkasýning
Hey krakkar, Þoriði? Hryllilegasta tónleikasýning sögunnar, HALLOWEEN HORROR SHOW snýr aftur í Háskólabíó og núna verður í fyrsta sinn boðið upp á sérstaka krakkasýningu.
Stuðlabandið með Stebba Jak og Diljá Pétursdóttir í broddi fylkingar ásamt Ólafi Egilssyni sem skuggalegasta sögumann veraldar munu galdra fram hræðilega góða dagskrá sem fær blóðið til að renna. Dansarar og leikarar munu einnig herja á sviðið líkt og andsætt væru.
Á undan sýningunni verða alls kyns verur og vættir á sveimi og uppákomur í anddyrinu sem mun láta kaldan svita renna niður bak gesta. Hvatt er til að mæta í búningum og taka þátt í búningakeppni. Það fer enginn óskelkaður úr húsinu svo mikið er víst. Ég myndi ekki koma ef ég væri þú.
Leikstjóri: Selma Björnsdóttir.
Tónlistarstjórn & undirleikur: Stuðlabandið.
Sögumaður: Ólafur Egilsson.
Söngvarar: Stefán Jakobsson & Diljá Pétursdóttir.
Leikarar: Leikhópurinn Hugleikur.
Danshöfundur: Katrín Mist Haraldsdóttir.
Foreldrar athugið: Þó svo um krakka sýningu sé að ræða þá er hún ekki við hæfi yngsta aldurshópsins. Yngri en 14 ára skulu vera í fylgd með fullorðnum.
Aðeins er selt í sæti og því um takmarkað miðaframboð að ræða.
Framleiðsla: Nordic Live Events & Stuðlabandið.