NORDIC LIVE EVENTS KYNNIR Í SAMSTARFI VIÐ BAUHAUS, VÍKING LÉTTÖL OG BYLGUNA: STÓRTÓNLEIKA MADNESS
Madness er Íslendingum góð kunn enda hefur hún átt greiðan aðgang að viðtækjum landsmanna allt frá því að hún sló rækilega í gegn á áttunda áratug síðustu aldar. Sveitin heimsótti Ísland á Listahátíð 1986 og því löngu komin tími til að endurnýja kynnin á tónleikum hérlendis.
Madness mun framkalla magnaða „eitís“ veislu í Laugardalshöllinni og leika sína þekktustu smelli á borð við „Our House“, „It Must Be Love“,“Baggy Trousers“, „House Of Fun“, „My Girl“, „Driving My Car“, „Wings Of A Dove“ og „One Step Beyond“ en sveitin hefur átt mikilli velgengni að fagna frá því að hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979. Tónleikar sveitarinnar þykja algjört partí og því von á að höllinni verði á iði.
Madness er komin saman aftur með upprunalegu meðlimum til að fylgja eftir nýrri plötu C’Est La Vie, þeirra þrettándu í röðinni.
Frábær upphitun verður í boði þegar anddyrið opnar fyrir gleðiþyrstum gestum.
Nánar um upphitunardagskránna þegar nær dregur.
Anddyri opnar kl. 16:00. Hleypt inn í sal kl. 18:45. Viðburður hefst kl. 19:30.
Aldurstakmark: 18 ára. Yngri aldur í fylgd með fullorðnum.
Tryggðu þér miða strax og pússaðu dansskóna. Það verður tryllt stemning.
Framleiðsla: Nordic Live Events