Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Minningarhátíð Fimleikadeildar Selfoss

Minningarhátíð Fimleikadeildar Selfoss

01.06.2024 10:00
Iða íþróttahús, Tryggvagötu 25, 800 Selfossi

Árlega minningarhátíð Fimleikadeildar Selfoss verður haldin laugardaginn 1. júní kl. 10:00 í íþróttahúsinu Iðu.

Þessi viðburður hefur verið haldinn árlega frá því árið 1999 í minningu Magnúsar Arnars sem lést í mótorhjólaslysi aðeins tvítugur að aldri en Magnús Arnar var félagi í fimleikadeildinni og einn af fyrstu þjálfurum deildarinnar. Til margra ára var sett upp minningarmót þar sem allir iðkendur deildarinnar komu fram og sýndu fimleika eftir keppnisfyrirkomulagi og eru margir iðkendur í gegnum tíðina sem tóku sín fyrstu skref í keppni á þessu móti.

Heimsfaraldurinn hafði áhrif á framkvæmd mótsins en var þó haldið í annarri mynd. Síðasta ár voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi og haldin minningarhátíð þar sem samvera með fjölskyldu var markmiðið. Hátíðin tókst vel og verður hún með svipuðu sniði aftur.

Allir iðkendur deildarinnar munu koma fram á hátíðinni og sýna afrakstur vetrarins. Veittar verða viðurkenningar þar sem tilkynnt verður um fimleikamann, fimleikakonu og lið ársins ásamt öðrum viðurkenningum.

Að sýningu og verðlaunaafhendingu lokinni langar okkur að eiga saman góða fjölskyldu stund með iðkendum og gestum þar sem verður boðið uppá söngatriði og grillaðar pylsur.

Myndakassi og sjoppa verða á staðnum. Allur ágóði af hátíðinni rennur beint til deildarinnar í fræðslu og menntunarsjóð fyrir iðkendur og þjálfara.

Hlökkum til að sjá sem flesta á hátíðinni og uppskera með okkur eftir frábært tímabil í fimleikasalnum.

Miðaverð:
Fullorðnir, eldri en 12 ára. kr. 2.000
Frítt fyrir börn yngri en 12 ára.