
Musical Concert at Eden
Helgir tónleikar frá Amazon – fjórir tónlistarmenn sem miðla krafti frumskógarins
Það er okkur mikill heiður að bjóða hópinn Txana Reu Keneya frá Aldeia do Caucho í Amazon-skóginum aftur til landsins, nú í fjórða skipti. Að þessu sinni kemur öflugur hópur helgra tónlistarmanna (Txanas) undir forystu hins ástsæla leiðtoga, Txana Ury.
Með honum koma þrír aðrir fulltrúar:
- Txana Samany, sem í fyrsta sinn kemur til Íslands með sinn kvenlega kraft. Hún hefur áður ferðast til Evrópu með móður sinni og er þekkt fyrir sína einstöku rödd og tónlistarhæfileika,
- Txana Yxã, frændi Ury, sem margir muna eftir frá heimsókninni í fyrra,
- Txana Weslly, eldri bróðir Ury, sem nú leggur í sína fyrstu ferð út fyrir eigið landsvæði.
Þau koma hingað með hreinleika æsku sinnar til að miðla gleði, heilun og kærleika inn í hjörtu allra sem leita friðar.
Allur aukastuðningur er mjög vel þeginn og fer beint til að standa straum af kostnaði við ferð þeirra til Íslands og til að styðja þorpið þeirra.
Verð á einum miða er 6.000 kr. Ef þig langar að leggja hönd á plóg, þá er þér boðið að bæta við þá upphæð sem þú vilt leggja ofan á miðaverðið sem frjálst framlag.