Bíðið fast – þessi viðburður er 🔥!

Queue illustration

Staða þín í biðröð:
Næsta uppfærsla í: 30 sekúndur

Við erum að vinna úr mörgum beiðnum, þannig að þú hefur verið settur í biðröð. Þú færð aðgang sjálfkrafa þegar það er komið að þér.

Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Senda mér nýtt lykilorð!

Musical Concert at Mama

Musical Concert at Mama

25.11.2025 19:00
Mama Restaurant, Bankastræti 2, 101 Reykjavík

Einstæðir tónleikar með fjórum einstaklega hæfileikaríku tónlistarfólki frá Amazon-frumskóginum.

Það er okkur mikill heiður að fá að bjóða aftur hópinn Txana Reu Keneya frá Aldeia do Caucho í Amazon-skóginum, fjórða árið í röð. Að þessu sinni verður það öflugur hópur helgra tónlistarmanna (Txanas), undir forystu hins þekkta leiðtoga Txana Reu Keneya, Txana Ury.

Þau eru fjögur eins og áður sagði; Txana Ury, leiðtogi Txana Reu Keneya, frændi hans Txana Yxã sem fylgdi honum til Íslands í fyrra, Txana Weslly, eldri bróðir Txana Ury, en hann er að ferðast út fyrir landsvæði sitt í fyrsta skipti og auk þess í fyrsta skipti koma þeir með kvenlegan kraft til að styrkja og deila þessari orku með okkur öllum; Txana Samany, en hún hefur áður ferðast til Evrópu með móður sinni og er þekkt fyrir sína einstöku rödd og tónlistarhæfileika. 

Þau koma hingað með hreinleika æsku sinnar til að miðla gleði, heilun og kærleika í hjörtu fólks sem leitar friðs.

Allur aukastuðningur er mjög vel þeginn og fer beint til að standa straum af kostnaði við ferð þeirra til Íslands og til að styðja þorpið þeirra.
 Verð á einum miða er 6.000 kr. Ef þig langar að leggja hönd á plóg, þá er þér boðið að bæta við þá upphæð sem þú vilt leggja ofan á miðaverðið sem frjálst framlag.