Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Svavar Knútur

Svavar Knútur

30.05.2024 21:00
Græni Hatturinn, Hafnarstræti, 600 Akureyri

Söngvaskáldið og nýbakaður Eyrarpúkinn Svavar Knútur heldur tónleika á Græna Hattinum fimmtudagskvöldið 30. Maí næstkomandi. 
Svavar fagnar nú útgáfu plötunnar Ahoy! Side B og tvöfalda vínylsins Ahoy, sem marka endapunkt á 15 ára löngu verkefni þar sem Svavar hefur kafað ofan í sorgarferlið og fegurðina sem þar er að finna.

Auðvitað verða sagðar sögur en einnig spilað og sungið fullt af lögum og það má alveg syngja með!

Miðaverð er 3.500 krónur og verða plötur til sölu á viðráðanlegu verði!
Sjáumst eldhress!