Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

THE COMMITMENTS: TÓNLEIKASÝNING

THE COMMITMENTS: TÓNLEIKASÝNING

30.04.2024 20:00
Háskólabíó, Hagatorg, 107 Reykjavík

NORDIC LIVE EVENTS Í SAMSTARFI VIÐ COCA COLA & BYLGJUNA KYNNA:
Kvikmyndin The Commitments átti mikilli velgengni að fagna þegar hún var frumsýnd árið 1991 og músíkin úr henni seldist í 12 milljónum eintaka. Aðal leikari og söngvari myndarinnar, Andrew Strong varð heimsþekktur og söng meðal annars með The Rolling Stones, Elton John og Ray Charles. Vinsæll söngleikur var gerður í West End í London og ótal Commitments sýningar hafa verið settar upp um heim allan, meðal annars á Íslandi þar sem einn okkar helsti söngvari, “Beggi í Sóldögg” steig sín fyrstu skref á sviði. Nú er komið að því að að fá alvöru The Commitments tónleikasýningu beint í æð þar sem öll helstu lögin fá að heyrast í æðislegum flutningi hljómsveitar undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar en einnig mun Greta Salóme leikstýra sviðsetningunni þar sem leikarinn Björn Stefánsson (Bubbi í 9líf) segir sögu The Commitments sem umboðsmaðurinn. Hin frábæru Dagur Sig og Stefanía Svavars ásamt Begga í Sóldögg munu túlka lögin af sinni tæru snilld en afar sérstakur gestur er enginn annar en Andrew Strong, aðal leikari og söngvari myndarinnar sem kemur til landsins eingöngu til að taka þátt í sýningunni. SVART mun hanna grafík til að ramma inn sviðsetninguna. Hljóð og ljósa vinnsla verður til fyrirmyndar.

Listrænn stjórnandi: Greta Salóme.
Tónlistarstjóri: Davíð Sigurgeirsson.
Umboðsmaðurinn (sögumaður): Björn Stefánsson.
Söngvarar: Andrew Strong, Bergsveinn Arilíusson (Beggi í Sóldögg), Dagur Sigurðsson, Stefanía Svavarsdóttir ásamt bakröddum.
Bakraddir: Eyrún Eðvaldsdóttir, Þórdís Linda Þórðardóttir, Melkorka Rós Hjartardóttir.
Undirleikur: Davíð Sigurgeirsson (gítar), Benedikt Brynleifsson (trommur), Ingi Björn Ingason (bassi), Halldór Smárason (píanó/hljómborð), Tómas Jónsson (Hammond) ásamt blásarasveit.
Grafík: SVART Hönnunarhús.
Förðun & Hár: Rakel María Hjaltadóttir.
Búningar: Selma Ragnarsdóttir.

Aðeins er selt í sæti og því um takmarkað miðaframboð að ræða.  

Aldurstakmark: Börn undir 18 ára í fylgd með fullorðnum.
Húsið opnar kl. 19:00. Viðburður hefst kl. 20:00.


Framleiðsla: Nordic Live Events