Þorrablót Kvenfélagsins Fjólu

03. febrúar 2024, 19:45
Þorrablót Kvenfélagsins Fjólu

Þorrablót eru sannarlega aldagömul alíslensk hefð, og Kvenfélagið Fjóla hefur haldið þorrablót með glæsibrag í fjöldamörg ár og nú fer heldur betur að styttast í næsta blót.

Blótið verður haldið þann 3. febrúar 2024. Óhætt er að lofa girnilegum mat og stanslausu stuði fram á nótt, enda mun Reykjavíkurdóttirin Ragga Hólm þeyta skífum, Friðrik Dór taka lagið og síðast en ekki síst hljómsveitin Swizz slá upp dansleik. 

Tryggið ykkur miða sem fyrst því uppselt hefur verið á þessa skemmtun undanfarin ár.

Húsið opnar 19:00 borðhald hefst 19:45.

20 ára aldurstakmark er á viðburðinn.

Treystið okkur, þetta er eitthvað sem þú vilt alls ekki missa af!

Viðburðir

Hvenær?
Hvar?
03.02.2024
laugardag 19:45
Þorrablót Kvenfélagsins Fjólu
Tjarnarsalur , Tjarnagata 2, 190 Vogar

Skráðu þig á póstlistann