Þorrablót Miðbæjar & Hlíða 2026
Þorrablót Miðbæjar og Hlíða fer fram laugardaginn 31. janúar 2026 í N1 höllinni á Hlíðarenda.
Húsið opnar kl. 19:00 og lokar fyrir matargesti kl. 20:00. Borðhald og skemmtidagskrá hefjast kl. 20:15. Húsið opnar aftur fyrir ballgesti kl. 22:45.
LUX veitingar bjóða upp á glæsilega Þorraveislu ásamt hefðbundnum veislumat og vegan réttum.
Kvöldið verður stútfullt af skemmtun. Dóri DNA leiðir stemninguna yfir borðhaldinu og koma síðan Blaz Roca, Stefanía Svavars og hljómsveitin Næsland öllum í rífandi dansgír.
Salurinn verður með 10 manna hringborðum. Hægt er að kaupa heilt borð með einum smelli og fylgja þá 10 einstaklingsmiðar sem auðvelt er að áframsenda til viðeigandi gesta.
Einnig er í boði að kaupa staka miða á samsett borð.
Að auki er hægt að kaupa ballmiða eingöngu, fyrir þá sem vilja mæta beint á ballið kl. 22:45.
Þetta verður einstakt kvöld fullt af stemningu og gleði — tryggðu þér miða og ekki missa af þessari stórskemmtilegu hátíð!