Hang tight – this event is 🔥!

Queue illustration

Your queue position:
Next update in: 30 seconds

We are handling a lot of requests, so you’ve been placed in a queue. You will get access automatically once it’s your turn.

Sign up

Terms

Welcome back

Close

Reset password

Sumarsýning Kómedíuleikhússins Haukadal

Sumarsýning Kómedíuleikhússins Haukadal

24/07/2025 20:00
Kómedíuleikhúsið Haukadal, Svalvogavegur , 471 Dýrafjörður

Sumarsýning Kómedíuleikhússins í Haukadal

 "Þannig var það" eftir Jon Fosse

Sýningardagar:

  • Frumsýning: 2. júlí kl. 20:00
  • 2. sýning: 10. júlí kl. 20:00
  • 3. sýning: 17. júlí kl. 20:00
  • 4. sýning: 24. júlí kl. 20:00
  • Lokasýning: 31. júlí kl. 20:00

Um sýninguna:
Kómedíuleikhúsið kynnir stolt frumflutning á Íslandi á einleiknum "Þannig var það" eftir norska Nóbelsverðlaunahöfundinn Jon Fosse.

Verkið fjallar á áhrifaríkan hátt um einmanaleika, einangrun og hnignun mannlegra samskipta í samtímanum. Aðalpersónan, listamaður á dánarbeði, horfist í augu við eftirsjá yfir að hafa látið starfsframa ganga fyrir fjölskyldu og vinasamböndum.
 Í gegnum einleikinn dregur Fosse fram hvernig hraðar samfélagsbreytingar og aukin tæknivæðing hafa grafið undan nánum tengslum fólks og aukið tilfinningu fyrir einmanaleika þrátt fyrir meiri tengimöguleika en nokkru sinni fyrr.

Með þessari uppfærslu vill Kómedíuleikhúsið vekja til umhugsunar um mikilvægi mannlegra tengsla og nærveru í nútímasamfélagi.

Athugið:
"Þannig var það" verður eingöngu sýnt í Kómedíuleikhúsinu í Haukadal í sumar.
Nú er tækifærið til að vippa sér vestur og upplifa einstaka leiklistarupplifun!

Listamenn að verki:

  • Leikari: Elfar Logi Hannesson
  • Höfundur: Jon Fosse
  • Tónlist: Unnur Birna Björnsdóttir
  • Búningar: Þ. Sunnefa Elfarsdóttir
  • Ljósameistari: Siguvald Ívar Helgason
  • Leikmynd og leikstjórn: Marsibil G. Kristjánsdóttir

Aðgengi:
Fjöldi miða í sölu fyrir hverja sýningu er takmarkaður við 20 sæti.

Hlökkum til að sjá ykkur!