NEW EVENT

Það er alltaf von!
25/09/2025 19:30
Ölhúsið í Hafnarfirði, Flatahraun 5a, 220 Hafnarfjörður
Tónlistarveisla til styrktar Pieta samtökunum – Það er alltaf von!
Fimmtudaginn 25. september verður haldin stór tónlistarveisla í Ölhúsinu í Hafnarfirði, Flatahrauni 5.
Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 19:30.
Á svið stíga:
- Páll Óskar
- Bjartmar Guðlaugsson
- Ellen Kristjánsdóttir
- Jóhann Sigurðarson & Pálmi Sigurhjartarson
- GG Blús
- CC Fleet Band
- Beggi Smári & Bexband
- Swizz
- Jóna Margrét & Björgvin Þór
- Autonomous
Allur ágóði rennur óskertur til styrktar Pieta samtökunum.
Kynnir kvöldsins er Ásgeir Páll.