
Til heiðurs Halla - Tónleikar
🎶 Heiðurstónleikar til minningar um Jón Hallfreð (Halla) 🎶
📅 22. nóvember 2025
🕘 kl. 21:00
📍 Edinborgarhúsið, Ísafirði
Þann 22. nóvember 2025 eru 70 ár liðin frá fæðingu tónlistarmannsins Jóns Hallfreðs Engilbertssonar, eða Halla eins og hann var jafnan kallaður. Af því tilefni heldur fjölskylda hans heiðurstónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.
Á tónleikunum stíga á svið fjölmargir spila- og söngfélagar Halla í gegnum árin, þar á meðal Karlakórinn Ernir og hljómsveitin Dolby. Hljómsveitarferill Halla spannar um hálfa öld og má búast við fjölbreyttri tónlist frá mismunandi tímabilum ferilsins.
Aðgangseyrir: kr. 3.000
Allur ágóði rennur óskiptur til tækjakaupa fyrir Edinborgarhúsið.