NÝTT
Beðið eftir jólum með Kvennakórnum Bliku og Skólakór Smáraskóla
06.12.2025 16:00
Hjallakirkja Kópavogi, Álfaheiði 17, 200 Kópavogur
Hvar: Hjallakirkja, Kópavogi
Hvenær: Laugardagur 6. desember
Hús opnar: 15:30. Tónleikar hefjast: 16:00
Miðaverð: 4.000 kr. | Börn 6 ára og yngri: 1.500 kr.
Kvennakórinn Blika, undir stjórn Margrétar Eirar, býður til glæsilegra jólatónleika í Hjallakirkju laugardaginn 6. desember.
Í ár fáum við sérstakan gest, Skólakór Smáraskóla, undir stjórn Ástu Magnúsdóttur og saman munu kórarnir skapa töfrandi jólastemningu þar sem englaraddir barnanna lyfta hljómnum á hátíðlegt og hlýtt plan.
Komið og njótið hátíðlegrar stundar með okkur í aðdraganda jóla – þar sem gleði, friður og falleg tónlist mætast. 🎶✨