Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Senda mér nýtt lykilorð!

NEW EVENT
Eyþór Ingi og hammond snillingurinn Andreas Hellkvist

Eyþór Ingi og hammond snillingurinn Andreas Hellkvist

18.05.2025 20:00
Óháði söfnuðurinn, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík

Eyþór Ingi & Andreas Hellkvist – Tónleikar á einstöku Hammond-orgeli

🎶 Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 – Miðaverð aðeins 3.990 kr.

Að tónleikunum loknum verður „Stund með forvitnum tónleikagestum“, þar sem áheyrendur fá tækifæri til að spyrja hinn magnaða Andreas Hellkvist um Hammond-orgelið og töfrana sem felast í leik hans.

Rokk, soul, blús – og Hammond í aðalhlutverki.
Eyþór Ingi og sænski Hammond-snillingurinn Andreas Hellkvist koma nú saman á svið í fyrsta sinn, með kraftmikla og fjölbreytta efnisskrá þar sem hið glæsilega Hammond-orgel Óháða safnaðarins fær að njóta sín til fulls.

Samstarf þeirra hefur verið lengi í bígerð – Andreas átti að koma fram með Eyþóri á Classic Rock-tónleikum árið 2020, en þeim var aflýst vegna Covid. Nú, fimm árum síðar, er komið að því:
 Loksins mætast þeir á sviðinu.

Í þetta skiptið verða þeir einir á sviðinu – sem skapar nána stemningu og rými fyrir óheft skapandi flæði. Andreas galdrar fram djúpan og líflegan hljóm úr Hammondinu, á meðan Eyþór lætur rödd sína hljóma – og bætir við hljóðfæraspil til að dýpka hljóðmyndina enn frekar.

Kvöld fullt af spilagleði, innlifun og tengingu.
Við lofum ógleymanlegri tónlistarupplifun – og við viljum endilega að þú sért með.

🎟️ Tryggðu þér miða – þetta verður eitthvað alveg sérstakt.