
Nirvana | Nevermind | Rokkmessa
Nirvana | Nevermind | Rokkmessa
Staður: Edinborg, Ísafjörður
Húsið opnar: 20:00 | Tónleikar hefjast: 21:00
Nevermind er önnur plata Nirvana – sú sem skaut sveitinni til heimsfrægðar á einni nóttu. Platan kom út 24. september 1991 og hefur selst í yfir 30 milljón eintökum. Nevermind fékk frábæra dóma og er jafnan ofarlega á listum yfir bestu plötur allra tíma. Nirvana hlaut ýmis verðlaun fyrir þennan stórvirka grip.
Heiðurssveitin, sem spilaði fyrir troðfullu húsi í Háskólabíó síðla árs í fyrra og fyllti bæði Iðnó í apríl og Græna hattinn í júní, flytur Nevermind í heild ásamt slögurum af Bleach, In Utero og fleiru.
NIRVANA HEIÐURSSVEIT
Einar Vilberg – Söngur / Gítar
Franz Gunnarsson – Gítar / Söngur
Jón Svanur Sveinsson – Bassi / Söngur
Stefán Ari Stefánsson – Trommur / Söngur