Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Marína Ósk & Ragnar Ólafsson - AFLÝST

Marína Ósk & Ragnar Ólafsson - AFLÝST

17.05.2024 21:00
Skólavegur, 900 Vestmannaeyjabær

Marína Ósk og Ragnar Ólafsson hafa bæði starfað lengi og komið víða við á íslenskri tónlistarsenu, en stíga nú út af sínum venjulega heimavelli í tónlist og troða nýja slóð. Marína Ósk hefur orðið að mikilvægri stærð á íslensku djasssenunni undanfarin ár í nafni undraverðar söngraddar, ekki síður en fallegra lagasmíða, en Ragnar hefur gert garðinn frægan í rokkinu og náð ótrúlegum vinsældum erlendis með hljómsveitinni Árstíðum, sem hann er þekktastur fyrir. 

Bæði eru með nýjar breiðskífur í smíðum og nú vill svo til að væntanlegar útgáfur þeirra beggja mætti smella undir hatt söngvaskáldatónlistar; tónlistarstíls sem hvorugt þeirra er þekkt fyrir að semja eða flytja. 

Á þessari tónleikaröð munu þau flytja saman tónlist hvors annars. Ragnar og Marína koma með ólík verk á sviðið en sameinast í heimi frásagna og einlægni.

Þau tjá sig á ólíkan hátt í gegnum tónlist og hafa eigin stíl, og því einstök tónleikaupplifun í vændum. Þar sem Ragnar og Marína eru hvort um sig alvön sviðsframkomu verður ekki skortur á skemmtilegum sögum, einlægni, næmum samleik og góðum tengslum við áhorfendur.

Með þeim á ferðalaginu verður gítarleikarinn og pródúsentinn Kjartan Baldursson. Saman myndar þríeykið hljómsveit sem sjá mun um allan tónlistarflutning á ferðalaginu.