Alessandro Cortini - Extreme Chill Festival 2024
Alessandro Cortini er ítalskur tónlistarmaður, tónskáld og hljóðfærasmiður.
Hann hefur lengi verið í farabroddi í raftónlistarheiminum og er þekktur fyrir stemingsfull og krefjandi verk. Cortini er einnig þekktur fyrir langa veru sína í bandarísku sveitinni Nine Inch Nails.
Hann hefur á síðasta áratug gefið út sólóplötur á útgáfum eins og Mute, Hospital og Important Records og hefur starfað með tónlistarmönnum á borð við Lawrence English, Daniel Avery og Merzbow. Cortini var múraður inn í Frægðarhöll rokksins árið 2020 vegna starfa sinna með NIN og er fyrsti ítalski tónlistarmaðurinn sem hlýtur þann heiður.
Sem hljóðfærasmiður hannaði Cortini í samstarfi við Make Noise hljóðgervilinn “Strega” og í framhaldi gaf hann út plötuna Scuro Chiaro þar sem hljóðfærið er í aðalhlutverki. Auk þess að leika á tónleikum í flestum heimsálfum hefur hann gert hljóðmyndir fyrir tískusýningar og sett upp innsetningar, sem dæmi má nefna “Nati Infiniti” á Sonar 2022 í Lissabon.
Tónlist hans hefur einnig verið notuð í auglýsingum, heimildarmyndum, tölvuleikjum og á streymisveitum.. Hann er einnig eftirsóttur remixari og hefur unnið meðal annars fyrir Mogwai to Death Cab For Cutie, Yann Tiersen og Vatican Shadow.
Ekki missa af Alessandro Cortini í Gamla Bíó Fimmtudaginn 6 september á Extreme Chill hátíðinni.
Tryggið ykkur miða á þennan einstaka viðburð.
Getur einnig keypt þér hátíðarpassa sem gildir á alla viðburði Extreme Chill Festival 2024. Sjá hér.