Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Týnt lykilorð?

Arnór Daði og félagar – Uppistand

Arnór Daði og félagar – Uppistand

23.05.2024 21:00
Græni Hatturinn, Hafnarstræti, 600 Akureyri

Er ekki komin tími til að skella sér aðeins út? Fjör á fimmtudegi? Sjá gott grín á Græna?
Arnór Daði fær með sér þrjá af færustu uppistöndurum sem Ísland hefur uppá að bjóða í Geggjað Læn-öpp! 

Arnór Daði:
Er kynnir kvöldsins en hann hefur ferðast vítt og breytt til að djóka bæði á íslensku og ensku. Sýning hans “Big, Small Town Kid” hlaut þrenn verðlaun á Reykjavík Fringe 2020 en sú sýning var síðan tekinn upp og gefin út á Sjónvarp Símans, Vodafone og Spotify. 

Bjarni Gautur:
Rappari, kvikmyndagerðarmaður, vinur og síðast en ekki síst UPPISTANDARI! Bjarni hefur ekki látið lítið fyrir sér fara í uppistand-senu Reykjavíkurborgar. Hann býður alltaf upp á vel skrifaða og skarpa brandara sem skilur fólk ávallt eftir með auma kjálka. 

Mauricio Villavizar:
Lokkaður til landsins af íslenskum kvennmanni beint frá Dóminíska Lýðveldinu. Mauricio heillaðist að uppistandi eftir að hafa mætt á The Secret Cellar, steig á stokk og ekki var aftur snúið. Enskumælandi, sjarmerandi, góður í kjaftinum með sögufrásögn að vopni - Þessi margverðlaunaði spaugari mætir norður með aðeins eitt plan - láta fólk hlæja!

Greipur Hjaltason:
Árið 2020 gekk Greipur inn í Háskólabíó til að keppa í Fyndnasti Maður Íslands og labbaði út sem fyndnasti maður Íslands. Þessi eftirminnilegi grín-garpur hefur verið virkur meðlimur í uppistand-senu Íslands til margra ára og þeir sem þekkja hann voru ekki hissa þegar vinsældir Greips á samfélagsmiðlum náðu nýju stigi (1,3m á Instagram og 600k á TikTok) en hæfni hans að beygja skeifur í bros er svo sannarlega alþjóðleg. 

Þetta er læn-öpp sem maður má alls ekki láta framhjá sér fara og greinilegt að Græni Hatturinn ætli að bjóða upp á alvöru comedy-klúbb fíling þetta kvöld! 

Forsalan hefst sumardaginn fyrsta á midiX.is