
Extreme Chill Festival 2025 -Hátíðarpassi
Tónlistarhátíðin Extreme Chill fer fram í Reykjavík dagana 3.–7. september, en þetta er í 16. sinn sem hátíðin er haldin.
Í ár stígur fjöldi íslenskra og erlendra listamanna á svið, þar á meðal: Seefeel, Matt Black (Coldcut / Ninja Tune), Loscil, Drew McDowall, Hekla, Þóranna Björnsdóttir og fleiri.
Hátíðin fer fram á ýmsum spennandi stöðum í miðborg Reykjavíkur, þar á meðal í Gamla Bíó, Hörpu (Kaldalón), Bíó Paradís, Húrra, Space Odyssey og víðar.
Extreme Chill er ein langlífasta tónlistarhátíð landsins og hefur verið haldin óslitið í 15 ár. Hátíðin hefur vakið athygli víða um heim og skipar sér nú mikilvægan sess í íslensku tónlistarlífi fyrir einstakan fókus sinn á tilraunakennda raf- og sveimtónlist. Hún hefur orðið uppspretta fjölda verkefna, þar á meðal útgáfa, tónleika, samstarfa og ógleymanlegra uppsetninga – bæði hér heima og erlendis.
Hátíðarpassi á alla fimm dagana kostar einungis 16.900 kr.
„Fimm daga tónlistarveisla þar sem íslenskir og erlendir listamenn á öllum aldri mætast í sköpun undir áhrifum íslenskrar náttúru. Einstakur viðburður sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara – leyndardómsfullt ferðalag um rafræna Reykjavík.“