Bíðið fast – þessi viðburður er 🔥!

Queue illustration

Staða þín í biðröð:
Næsta uppfærsla í: 30 sekúndur

Við erum að vinna úr mörgum beiðnum, þannig að þú hefur verið settur í biðröð. Þú færð aðgang sjálfkrafa þegar það er komið að þér.

Nýskráning

Skilmálar

Velkomin aftur

Loka

Senda mér nýtt lykilorð!

NÝTT
Söngskemmtun, súpa og síðkjólar í Guðríðarkirkju

Söngskemmtun, súpa og síðkjólar í Guðríðarkirkju

04.11.2025 18:30
Guðríðarkirkja , Kirkjustétt 8, 113 Reykjavík

Kæru vinir – nú er komið að notalegu og skemmtilegu söngkvöldi með Kór Guðríðarkirkju!
📅 Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 18:30

Kvöldið hefst með léttum og líflegum tónleikum og að þeim loknum verður boðið upp á grænmetissúpu í sal kirkjunnar. Á meðan borðhaldi stendur verða nokkur tónlistaratriði og eins verður hægt að skoða fataslá kórsins sem geymir ýmsar gersemar.

Atriði frá Sviðslistahópnum Óði sem er að undirbúa frumsýningu á óperunni La bohemé sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu 6.desember

Allur ágóði af tónleikunum rennur í ferðasjóð kórsins, sem stefnir til Garda á Ítalíu haustið 2026. Með því að mæta styður þú fjölbreytt íslenskt tónlistar- og menningarlíf. 🇮🇸🎶

Stjórnandi kórsins er Arnhildur Valgarðsdóttir

🎟️ Aðgangseyrir: 4.000 kr.

Komdu og njóttu notalegrar kvöldstundar í Guðríðarkirkju.